Finnur Amanda Nunes gamla formið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2018 13:45 Amanda 'The Lioness' Nunes með ljónahúfu í vigtuninni í gær. UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira
UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira