Uppfært: 14:10 - Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð aftur.
Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað eftir að fólksbíll og Rúta lentu saman í göngunum. Aðeins ökumenn bílanna beggja voru í sitthvorum bílnum og eru þeir lítið slasaðir. Fólki er þó bent á að aka um Hvalfjarfjörðinn, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Búist er við því að göngin verði lokuð til minnst tvö í dag.
Mikill viðbúnaður eru í göngunum samkvæmt frétt Mbl.is og voru sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi og Reykjavík sendir á vettvang. Þar að auki var farið á dælubíl frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og mannskapur frá Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi var einnig sendur á vettvang.
Hvalfjarðargöng opin á ný
Samúel Karl Ólason skrifar
