Vonast til að það dragi til tíðinda í kjaradeilu ljósmæðra í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 08:49 Fundurinn hófst klukkan níu í morgun Vísir/Vilhelm Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi. Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi.
Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15
Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41
Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30