Skildi drenginn eftir einan og spilaði Pokémon Go á heimleiðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 07:52 Drenguinn hékk fram af svölunum þegar Mamoudou Gassama mætti á svæðið. Skjáskot Faðir drengsins, sem bjargað var af svölum í París á dögunum, hefur verið kærður fyrir vanrækslu. Hann er sagður hafa skilið son sinn einan eftir í íbúðinni á meðan hann fór að versla.Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli en á því má sjá hvernig hinn 22 ára gamli Mamaoudou Gassama klifrar upp fjórar hæðir til þess að koma drengnum til bjargar á laugardaginn. „Hann er sannkölluð hetja,“ er haft eftir ömmu drengsins á vef breska ríkisútvarpsins, þegar hún var beðin um að lýsa Gassama. Fjölskyldan segist munu verða Malímanninum ævinlega þakklát. Gassama var sæmdur heiðursorðu fyrir björgunina auk þess sem honum var boðinn franskur ríkisborgararéttur.Hann gæti þó þurft að koma drengnum aftur til bjargar ef marka má frásagnir fjölskyldunnar. This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Þetta sé nefnilega ekki í fyrsta sinn sem faðirinn hefur skilið barn sitt eftir eitt heima og bætir móðir drengsins við að maðurinn sé ekki vanur því að passa barnið einn. „Ég get ekki réttlætt það sem eiginmaður minn gerði. Fólk mun benda á að þetta getur komið fyrir hvern sem er og þetta hefur komið fyrir aðra. Sonur minn var einfaldlega heppinn,“ er haft eftir móður drengsins. Saksóknarar segja jafnframt að maðurinn hafi ekkert verið að drífa sig heim úr búðinni, því hann hafi ákveðið að spila Pokémon Go á heimleiðinni. Drengurinn hafði flutt til föður síns, sem býr í París þar sem hann starfar, fyrir um þremur vikum síðan. Amma hans og móðir ætluðu svo að flytja til feðganna í júní. Faðirinn er sagður miður sín vegna málsins og að starfsmenn frönsku félagsþjónustunnar muni ræða við fjölskylduna á næstu dögum. Pokemon Go Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00 „Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Faðir drengsins, sem bjargað var af svölum í París á dögunum, hefur verið kærður fyrir vanrækslu. Hann er sagður hafa skilið son sinn einan eftir í íbúðinni á meðan hann fór að versla.Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli en á því má sjá hvernig hinn 22 ára gamli Mamaoudou Gassama klifrar upp fjórar hæðir til þess að koma drengnum til bjargar á laugardaginn. „Hann er sannkölluð hetja,“ er haft eftir ömmu drengsins á vef breska ríkisútvarpsins, þegar hún var beðin um að lýsa Gassama. Fjölskyldan segist munu verða Malímanninum ævinlega þakklát. Gassama var sæmdur heiðursorðu fyrir björgunina auk þess sem honum var boðinn franskur ríkisborgararéttur.Hann gæti þó þurft að koma drengnum aftur til bjargar ef marka má frásagnir fjölskyldunnar. This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Þetta sé nefnilega ekki í fyrsta sinn sem faðirinn hefur skilið barn sitt eftir eitt heima og bætir móðir drengsins við að maðurinn sé ekki vanur því að passa barnið einn. „Ég get ekki réttlætt það sem eiginmaður minn gerði. Fólk mun benda á að þetta getur komið fyrir hvern sem er og þetta hefur komið fyrir aðra. Sonur minn var einfaldlega heppinn,“ er haft eftir móður drengsins. Saksóknarar segja jafnframt að maðurinn hafi ekkert verið að drífa sig heim úr búðinni, því hann hafi ákveðið að spila Pokémon Go á heimleiðinni. Drengurinn hafði flutt til föður síns, sem býr í París þar sem hann starfar, fyrir um þremur vikum síðan. Amma hans og móðir ætluðu svo að flytja til feðganna í júní. Faðirinn er sagður miður sín vegna málsins og að starfsmenn frönsku félagsþjónustunnar muni ræða við fjölskylduna á næstu dögum.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00 „Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48
Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00
„Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51