Vinnumat fellt út og 150 þúsund króna eingreiðsla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. maí 2018 14:03 Dagur B. Eggertsson, sagði frá því í oddvitakappræðum helstu flokka að borgin væri búin að semja við grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50