Skrattinn í ferðaþjónustunni Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun