Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. maí 2018 06:00 Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhóli Ísraelsmanna. Vísir/eyþór „Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39