Hlustum á eldra fólk! Raunhæfar aðgerðir til að bæta lífsgæði aldraðra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2018 15:29 Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn viljum að Reykjavík sé aldursvæn borg. Til þess þurfum við að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Við munum styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, efla félagsstarf og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt. Það er sérstaklega mikilvægt að við virðum reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks. Öldungaráð Reykjavíkur var gert að reglulegum samráðsvettvangi borgarstjórnar og eldri borgara á yfirstandandi kjörtímabili. Vinstri græn vilja efla samvinnu við aðstandendur, hagsmunasamtök og notendur þjónustu enn frekar. Raunhæfar aðgerðir Vinstri græn hafa sett fram tillögur um árangursríkar aðgerðir sem stuðla að því að eldra fólk geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðgerðir sem hafa þegar sannað sig, ýmist hér á landi eða í nágrannalöndunum, aðgerðir sem svara þörfum eldri borgara. Heimaþjónusta og hjúkrunarrými Við leggjum sérstaklega áherslu á að bæta lífsgæði og hjálpa fólki að búa sem lengst á eigin heimili, en við verðum að tryggja að fólk sem getur það ekki hafi öruggt aðgengi að heimaþjónustu og hjúkrunarrýmum. Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun: Við munum tryggja fjáragn í samvinnu við ríkið til að efla almenna heimahjúkrun og koma á fót sérhæfðri þjónustu, svo sem við heilabilaðra og liknarmeðferð i heimahúsi.Endurhæfing í heimahúsi: Tryggja þarf innleiðingu á endurhæfingu í heimahúsi í öllum hverfum borgarinnar. Bæta þarf sjúkra- og iðjuþjálfum ásamt næringarráðgjöfum við þann hóp fagfólks sem annast þjónustu við aldraða.Nýtum velferðartækni: Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og rafrænum heimaþjónustukerfum. Við munum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Fleiri hjúkrunar og dagvalarrými: Það er hávær krafa um að hjúkrunar og dvalarrýmum verði fjölgað. Við höfum tryggt fjölgun hjúkrunarrýma í borginni í samstarfi við heilbrigðisráðherra og mikilvægt er að tryggja auk þess fjölgun dagvalarrýma í borginni fyrir þá sem þurfa. Rjúfum félagslega einangrunEitt alvarlegasta heilsufarsvandamál sem margt eldra fólk stendur frammi fyrir er félagsleg einangrun og einmanaleiki. Allar rannsóknir sýna að fátt hefur betri áhrif á líkamlega og andlega heilsu aldraðra, og eykur lífsgæði meira en virk félagsleg þátttaka. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að við rjúfum félagslega einangrun aldraðra. Samvera kynslóðanna: Á þessu kjörtímabili höfum við sett af stað verkefni sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Við viljum að skoðað verði hvernig hægt sé að auka samstarf leikskóla og félagsmiðstöðva aldraðr með formgerðu samstafi.Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili beittum við Vinstri græn okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf. Nú veitir kortið ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn, auk verulegs afsláttar í strætó. Við viljum stórauka þá þjónustu sem kortið veitir aðgang að.Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, við þurfumað tryggja jafnan aðgang fátækra eldri borgara, innflytjenda og hinsegin fólks að þjónustu, stuðningi og ráðgjöf á vegum borgarinnar. Það er algerlega óþolandi að stór hluti aldraðra búi undir fátækramörkum og enn fleiri við mjög kröpp kjör. Það á að vera forgangsverkefni borgarinnar að bæta þjónustu við eldra fólk óháð efnahag. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk á öllum aldri, aldrusvæn manneskjuvæn borg sem hlúir að öllum borgarbúum.Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjornarkosningar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun