Heima er best á Heimaey Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2018 09:30 Hákon Daði Styrmisson er kominn heim á Heimaey. vísir/anton Hornamaðurinn magnaði Hákon Daði Styrmisson gekk í gærkvöldi aftur í raðir uppeldisfélagsins ÍBV í Olís-deild karla í handbolta en hann fékk samningi sínum hjá Haukum rift í byrjun vikunnar. Hákon Daði vildi lítið tjá sig um málið þegar að hann rifti samningi sínum við Haukana en Vísir heyrði í honum hljóðið eftir að hann var búinn að semja aftur við sitt lið í Eyjum í gærkvöldi. „Ástæðan er í raun ekki flókin. Ég kláraði stúdentsprófið núna á dögunum og ég saknaði bara mömmu og pabba og bræðra minna. Mig langaði að vera nær fjölskyldunni áður en maður leitar út fyrir landsteinanna,“ sagði kampakátur Hákon Daði. Hornamaðurinn hárprúði flúði Vestmannaeyjar vegna eineltismáls fyrir tveimur árum síðan og gekk þá í raðir Hauka. Það reyndist mikið gæfuskref því hann varð meistari með Haukum á fyrstu hálfu leiktíðinni. Hann fór þá á kostum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk eða 7,8 að meðaltali í leik og var aðeins einu marki frá meti goðsagnanna Valdimars Grímarssonar og Róbert Julians Duranuna. Hann varð meistari sama ár með Haukum. Hákon Daði skoraði 158 mörk eða 5,9 mörk að meðaltali í leik í 27 leikjum í deildar- og úrslitakeppninni með Haukum á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir ÍBV í undanúrslitum, 3-0. Eyjamenn stóðu uppi sem þrefaldir meistarar. Þessi öflugi hornamaður var yfirburðar leikmaður í sinni stöðu í vinstra horninu á síðustu leiktíð en hann var nánast fastamaður í liði umferðarinnar og þá var hann í liði ársins hjá Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fyrir frammistöðu sína í Olís-deildinni í vetur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50 Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Hornamaðurinn magnaði Hákon Daði Styrmisson gekk í gærkvöldi aftur í raðir uppeldisfélagsins ÍBV í Olís-deild karla í handbolta en hann fékk samningi sínum hjá Haukum rift í byrjun vikunnar. Hákon Daði vildi lítið tjá sig um málið þegar að hann rifti samningi sínum við Haukana en Vísir heyrði í honum hljóðið eftir að hann var búinn að semja aftur við sitt lið í Eyjum í gærkvöldi. „Ástæðan er í raun ekki flókin. Ég kláraði stúdentsprófið núna á dögunum og ég saknaði bara mömmu og pabba og bræðra minna. Mig langaði að vera nær fjölskyldunni áður en maður leitar út fyrir landsteinanna,“ sagði kampakátur Hákon Daði. Hornamaðurinn hárprúði flúði Vestmannaeyjar vegna eineltismáls fyrir tveimur árum síðan og gekk þá í raðir Hauka. Það reyndist mikið gæfuskref því hann varð meistari með Haukum á fyrstu hálfu leiktíðinni. Hann fór þá á kostum í úrslitakeppninni og skoraði 94 mörk eða 7,8 að meðaltali í leik og var aðeins einu marki frá meti goðsagnanna Valdimars Grímarssonar og Róbert Julians Duranuna. Hann varð meistari sama ár með Haukum. Hákon Daði skoraði 158 mörk eða 5,9 mörk að meðaltali í leik í 27 leikjum í deildar- og úrslitakeppninni með Haukum á síðustu leiktíð en liðið tapaði fyrir ÍBV í undanúrslitum, 3-0. Eyjamenn stóðu uppi sem þrefaldir meistarar. Þessi öflugi hornamaður var yfirburðar leikmaður í sinni stöðu í vinstra horninu á síðustu leiktíð en hann var nánast fastamaður í liði umferðarinnar og þá var hann í liði ársins hjá Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport fyrir frammistöðu sína í Olís-deildinni í vetur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50 Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Hákon Daði snýr heim til Eyja Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur. 30. maí 2018 22:50
Hákon Daði hættur hjá Haukum Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum. 28. maí 2018 16:13