Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 21:31 Kim Kardashian West á leið í Hvíta húsið. Vísir/AP Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. Jared Kushner, tengdasonur Trump, verður einnig á fundinum ásamt þeim Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, og Shawn Chapman Holley, lögmanni Kardashian. Á undanförnum mánuðum hefur Kardashian vakið athygli á málum tveggja dæmdra kvenna og kallað eftir breytingum á dómsmálakerfi Bandaríkjanna. Konurnar tvær eru, samkvæmt Washington Post, þær Alice Marie Johnson og Cyntoia Brown. Johnson er 62 ára gömul kona sem var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1996. Það var fyrsti dómur hennar og var hún dæmd fyrir ofbeldislausan fíkniefnaglæp. Brown er þrítug og var hún dæmd í lífstíðarfangelsi árið 2004 fyrir að myrða mann þegar hún var sextán ára gömul. Því hefur þó verið haldið fram að hún hafi verið fórnarlamb mansals. Meðal annars hefur Kardashian rætt mál kvennanna við Kushner, sem er með umbætur á dómsmálakerfi Bandaríkjanna í sínum herðum, auk málefna Mið-Austurlanda, málefni uppgjafahermanna, samskipti Bandaríkjanna og Kína og ópíumefnavanda Bandaríkjanna. Kusnher sagði fyrr í mánuðinum að stærsta verkefni ríkisstjórnar Trump væri að skilgreina hver tilgangur fangelsa væri. „Er tilgangurinn að refsa, er tilgangurinn að geyma eða er tilgangurinn að betrumbæta,“ sagði Kushner. Meðal þess sem Kardashian og Kushner hafa rætt er hvort að Trump vilji mögulega náða Johnson. Donald Trump Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. Jared Kushner, tengdasonur Trump, verður einnig á fundinum ásamt þeim Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, og Shawn Chapman Holley, lögmanni Kardashian. Á undanförnum mánuðum hefur Kardashian vakið athygli á málum tveggja dæmdra kvenna og kallað eftir breytingum á dómsmálakerfi Bandaríkjanna. Konurnar tvær eru, samkvæmt Washington Post, þær Alice Marie Johnson og Cyntoia Brown. Johnson er 62 ára gömul kona sem var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1996. Það var fyrsti dómur hennar og var hún dæmd fyrir ofbeldislausan fíkniefnaglæp. Brown er þrítug og var hún dæmd í lífstíðarfangelsi árið 2004 fyrir að myrða mann þegar hún var sextán ára gömul. Því hefur þó verið haldið fram að hún hafi verið fórnarlamb mansals. Meðal annars hefur Kardashian rætt mál kvennanna við Kushner, sem er með umbætur á dómsmálakerfi Bandaríkjanna í sínum herðum, auk málefna Mið-Austurlanda, málefni uppgjafahermanna, samskipti Bandaríkjanna og Kína og ópíumefnavanda Bandaríkjanna. Kusnher sagði fyrr í mánuðinum að stærsta verkefni ríkisstjórnar Trump væri að skilgreina hver tilgangur fangelsa væri. „Er tilgangurinn að refsa, er tilgangurinn að geyma eða er tilgangurinn að betrumbæta,“ sagði Kushner. Meðal þess sem Kardashian og Kushner hafa rætt er hvort að Trump vilji mögulega náða Johnson.
Donald Trump Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira