Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:37 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00