Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 23:30 Kínverjar hafa lagt áherslu á uppbyggingu sjóhersins. Vísir/Getty Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja og háleynilega tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum.Washington Post greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Innbrotin áttu sér stað í janúar og febrúar og eru þau nú rannsökuð af sjóhernum með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Alls komust hakkararnir yfir 641 gígabæt af gögnum sem meðal annars tengjast leynilegu verkefni sem nefnt er Sea Dragon eða Sædrekinn. Washington Post samþykkti hins vegar beiðni sjóhersins um að greina ekki í smáatriðum frá verkefninu þar sem slíkt gæti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í frétt Post segir að innbrotin sé hluti af áætlunum Kínverja um að hefta hernaðarlega framþróun bandaríska hersins á sama tíma og Kínverjar stefni að því að auka styrk sinn og áhrif í Suðaustur-Asíu. Kínversk hernaðaryfirvöld hafa undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að framþróun í kafbátahernaði og er áhersla á það sagt vera ein af þremur megináherslum hersins þegar kemur að því að nálgast hernaðastyrk Bandaríkjanna. Þá segir einnig að vegna fréttar Post hafi Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, farið fram á innri skoðun á því hvernig netöryggi væri háttað á meðal þeirra fjölmörgu verktaka sem starfa fyrir varnarmálaráðuneytið og bandaríska herinn.Hér að neðan má sjá myndband frá Washington Post þar sem farið er yfir hernaðaruppbyggingu kínverska sjóhersins undanfarin ár.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47