Helgi Sig: 6-0 sigur hefði ekki verið ósanngjarn Þór Símon skrifar 8. júní 2018 22:07 Helgi var hress eftir leikinn í kvöld. vísir/andri marinó „Þetta var frábær leikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég man varla eftir færi frá Keflvíkingum í dag á meðan við áttum urmul af færum. 6-0 hefði ekki verið ósanngjarnt,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 sigur hans manna á Keflavík í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. Og hann hafði lög að mæla en Fylkir áttu hreinlega leikinn frá A-Ö frá fyrstu mínútu þar sem liðið skapaði sér urmul af færum og hefði átt að gera betur í mörgum tilvika. En hvarflaði að Helga að Keflavík gæti jafnað er staðan var einungis 1-0? „Maður er alltaf smeykur í stöðunni 1-0 því það þarf svo lítið að gerast. En þeir komust nánast aldrei nálægt okkar vítateig þannig á meðan við héldum þeim svona í skefjum hafði ég litlar áhyggjur,“ sagði Helgi en Fylkir gulltryggði sigurinn loksins á 82. mínútu er Albert Brynjar potaði boltanum inn af stuttu færi. „Menn héldu einbeitingu. Um það var talað fyrir leik að halda einbeitingu í 90 mínútur og ekki leggjast til baka ef við náðum forystunni heldur halda áfram að pressa á þá. Það gerðum við vel.“ Það sem af er sumri hefur Fylki nú spilað þrjá leiki í Egilshöllinni, bráðarbigðar heimavellinum þangað til Lautinn verður tilbúinn. Vill Fylkir yfir höfuð fara aftur í Lautina? „Ætli það? Ég á eftir að ræða þetta við mína menn. Okkur líður mjög vel hérna en innst inni viljum við komast á okkar heimavöll og hann verður flottur þegar hann verður klár.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Keflavík 2-0 | Sjáðu mörkin Keflavík situr enn á botni Pepsi-deildarinnar með þrjú stig en eftir sigurinn er Fylkir komið upp í fimmta sæti deildarinnar. 8. júní 2018 22:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Sjá meira
„Þetta var frábær leikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég man varla eftir færi frá Keflvíkingum í dag á meðan við áttum urmul af færum. 6-0 hefði ekki verið ósanngjarnt,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-0 sigur hans manna á Keflavík í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. Og hann hafði lög að mæla en Fylkir áttu hreinlega leikinn frá A-Ö frá fyrstu mínútu þar sem liðið skapaði sér urmul af færum og hefði átt að gera betur í mörgum tilvika. En hvarflaði að Helga að Keflavík gæti jafnað er staðan var einungis 1-0? „Maður er alltaf smeykur í stöðunni 1-0 því það þarf svo lítið að gerast. En þeir komust nánast aldrei nálægt okkar vítateig þannig á meðan við héldum þeim svona í skefjum hafði ég litlar áhyggjur,“ sagði Helgi en Fylkir gulltryggði sigurinn loksins á 82. mínútu er Albert Brynjar potaði boltanum inn af stuttu færi. „Menn héldu einbeitingu. Um það var talað fyrir leik að halda einbeitingu í 90 mínútur og ekki leggjast til baka ef við náðum forystunni heldur halda áfram að pressa á þá. Það gerðum við vel.“ Það sem af er sumri hefur Fylki nú spilað þrjá leiki í Egilshöllinni, bráðarbigðar heimavellinum þangað til Lautinn verður tilbúinn. Vill Fylkir yfir höfuð fara aftur í Lautina? „Ætli það? Ég á eftir að ræða þetta við mína menn. Okkur líður mjög vel hérna en innst inni viljum við komast á okkar heimavöll og hann verður flottur þegar hann verður klár.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Keflavík 2-0 | Sjáðu mörkin Keflavík situr enn á botni Pepsi-deildarinnar með þrjú stig en eftir sigurinn er Fylkir komið upp í fimmta sæti deildarinnar. 8. júní 2018 22:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Keflavík 2-0 | Sjáðu mörkin Keflavík situr enn á botni Pepsi-deildarinnar með þrjú stig en eftir sigurinn er Fylkir komið upp í fimmta sæti deildarinnar. 8. júní 2018 22:00