Vinnualkar eða fjölskyldufólk? Jóhann Skagfjörð Magnússon skrifar 8. júní 2018 15:37 Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar