Umræðuefnin að þessu sinni eru Darren Till og Conor McGregor. Till vann góðan sigur á Stephen Thompson á dögunum en þó ekki án vandræða. Hann var allt of þungur í vigtuninni þó svo hann hefði lagt mikið á sig í niðurskurðinum sem gekk ansi nærri honum.
„Hann á að skammast sín fyrir þetta og ég held að hann hafi gert það,“ sagði Steindi Jr. og Pétur Marinó bætti við.
„Hann er að monta sig af því að vera 90 kíló þegar hann er að berjast í 77 kg flokki. Það á bara að vera ólöglegt. Það kom myndband af niðurskurðinum þar sem hann missti sjónina því hann var orðinn svo þurr. Hvað eru menn eiginlega að gera?“
Sjá má þá Pétur og Steinda fara á kostum í þættinum hér að neðan.