Leikreglur Hörður Ægisson skrifar 8. júní 2018 10:00 Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar