James og félagar hans töpuðu þriðja leiknum í röð á móti Golden State Warriors og eiga á hættu að vera sópað út úr lokaúrslitunum í næsta leik sem fer fram í Cleveland.
LeBron James records his 10th career #NBAFinals triple-double with 33 PTS, 11 AST, 10 REB at home in Game 3.
LBJ passes Michael Jordan for the most 30-point #NBAPlayoffs games in NBA history.#WhateverItTakespic.twitter.com/ZthE2xqxan
— NBA (@NBA) June 7, 2018
Michael Jordan átti metið en hann skorað 30 stig eða meira í 109 af 179 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. James hefur átt hvernig stórleikinn á fætur öðrum í þessari úrslitakeppni og er núna búinn að ná Jordan.
James var fyrir löngu búinn að taka stigametið af Jordan. MJ skoraði á sínum tíma 5987 stig í úrslitakeppni en James er kominn með 6888 stig í úrslitakeppni sem er mögnuð tölfræði.
Michael Jordan skoraði 33,4 stig að meðaltali í sínum leikjum í úrslitakeppni en LeBron James er með 28,9 stig að meðaltali í sínum leikjum.
LeBron James is doing it all.
Tonight marks his 10th career NBA Finals triple-double. He's the first player ever with double-digit triple-doubles in the NBA Finals.
(Magic Johnson is 2nd with 8) pic.twitter.com/RL30vM21LW
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 7, 2018
Kannski er enn ótrúlegri staðreyn að LeBron James er búinn að vera með að minnsta kosti 25 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í síðustu tíu leikjum sínum í lokaúrslitum. Vandamálið er bara að Cleveland hefur aðeins unnið þrjá þeirra.