Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2018 19:15 Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki. Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57