Fótbolti

Hierro nú orðaður við Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hierro er hér með Ancelotti er þeir stýrðu Real fyrir þremur árum síðan.
Hierro er hér með Ancelotti er þeir stýrðu Real fyrir þremur árum síðan. vísir/getty
Það gengur ekkert sérstaklega vel hjá Real Madrid að finna arftaka Zinedine Zidane hjá félaginu og nú eru helst gamlar kempur félagsins orðaðar við þjálfarastólinn.

Mauricio Pochettino (Tottenham), Joachim Löw (Þýskaland), Massimiliano Allegri (Juventus), Jürgen Klopp (Liverpool) og Julian Nagelsmann (Hoffenheim) hafa allir verið orðaðir við starfið en enginn þeirra er á leið til Real.

Þá hafa augu stjórnarmanna beinst að gömlum leikmönnum. Guti hefur komið til greina frá fyrsta degi og svo er gamli markahrókurinn Raul búinn að klára sínar þjálfaragráður. Hann er því sagður vera í myndinni en ekki endilega sem aðalþjálfari strax.

Nú er búið að draga nafn fyrrum fyrirliða liðsins, Fernando Hierro, upp á yfirborðið. Hann var aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Real leiktíðina 2014-15.

Hierro var svo þjálfari Oviedo árið 2016 og í kjölfarið framkvæmdastjóri félagsins. Í dag er hann íþróttastjóri hjá spænska knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×