Þorgerður Anna er enn bara 26 ára gömul og ætti því að eiga nokkur góð ár eftir en handboltinn hefur ekki farið vel með skrokkinn hennar.
Þorgerður Anna hefur verið ótrúlega óheppin með meiðsli á sínum ferli. „Ósanngjarnt, sorglegt og bara ömurlegt,“ skrifar Þorgerður Anna í færslu sinni.
Þorgerður Anna náði því samt sem áður að verða Íslandsmeistari með tveimur félögum (Stjarnan og Valur), spila með íslenska landsliðinu á bæði HM í Brasilíu og EM í Danmörku og upplifa það að vera atvinnumaður í handbolta (Í Noregi og Þýskalandi).
Meiðslasagan hennar var hinsvegar engu öðru lík og það var því táknrænt að hún setti saman mósaíkmynd með öllum þessum meiðslum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Ósanngjarnt, sorglegt og bara ömurlegt!
En í bili...(aldrei að segja aldrei) er það líkamleg&andleg heilsa
Takk fyrir mig handbolti
- I had a blast pic.twitter.com/DdeAL0gV3P
— Þorgerður Atladóttir (@torgerduratla) June 5, 2018