Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 10:05 Grenell var áður talsmaður sendinefndar Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og er enn samningsbundinn Fox-sjónvarpsstöðinni sem álitsgjafi. Vísir/EPA Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira