Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Sjúklingur í lífshættu upplifði sig afskiptan og fastan í glundroða álags og skipulagsleysis á Hjartagátt landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Fréttablaðið/GVA „Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00