Ferðamannalón í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2018 19:30 Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira