Sýklalyf í Frú Ragnheiði draga úr álaginu á bráðamóttökuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2018 08:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, segir að nú þegar farið sé að veita skjóstæðingum sýklalyf sé hægt að draga úr komum fólks með fjölþættan vanda á bráðamóttökuna. Vísir/Ernir „Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira