Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:39 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir spítalann finna rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skortir tilfinnanlega hjúkrunarfræðingar. Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. Í pistlinum setur Páll þetta í samhengi við það að í dag séu 98 ár frá því að hornsteinn var lagður að Landspítala við Hringbraut. Rúmum fjórum árum síðar, í desember 1930, lagðist svo fyrsti sjúklingurinn inn og fljótlega varð ljóst að byggja þurfti við spítalann. „Þetta er í raun saga heilbrigðsþjónustunnar, stórstígar framfarir kalla á sífellt meiri og sérhæfðari þjónustu, á sama tíma og öldruðum og lang- og fjölveikum fjölgar. Þörfin fyrir aukinn mannafla í heilbrigðisstéttum er gríðarlegur og í sumar finnum við rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum og þurfum að draga úr starfsemi vegna hans. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt starfsstétt um allan heim og það er verulegt áhyggjuefni, raunar ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið hversu fáir velja sér þennan spennandi starfsvettvang. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því þegar fyrsta hjúkrunarkonan steig á land á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 var haft á orði að þær hefðu nú þurft að vera tvær,“ segir Páll. Áður hafði hann greint frá því að vegna skorts á hjúkrunarfræðingum myndu sumarlokanir á spítalanum hafa meiri áhrif á starfsemi spítalans þetta sumar heldur en fyrri sumur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir spítalann finna rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skortir tilfinnanlega hjúkrunarfræðingar. Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. Í pistlinum setur Páll þetta í samhengi við það að í dag séu 98 ár frá því að hornsteinn var lagður að Landspítala við Hringbraut. Rúmum fjórum árum síðar, í desember 1930, lagðist svo fyrsti sjúklingurinn inn og fljótlega varð ljóst að byggja þurfti við spítalann. „Þetta er í raun saga heilbrigðsþjónustunnar, stórstígar framfarir kalla á sífellt meiri og sérhæfðari þjónustu, á sama tíma og öldruðum og lang- og fjölveikum fjölgar. Þörfin fyrir aukinn mannafla í heilbrigðisstéttum er gríðarlegur og í sumar finnum við rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum og þurfum að draga úr starfsemi vegna hans. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt starfsstétt um allan heim og það er verulegt áhyggjuefni, raunar ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið hversu fáir velja sér þennan spennandi starfsvettvang. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því þegar fyrsta hjúkrunarkonan steig á land á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 var haft á orði að þær hefðu nú þurft að vera tvær,“ segir Páll. Áður hafði hann greint frá því að vegna skorts á hjúkrunarfræðingum myndu sumarlokanir á spítalanum hafa meiri áhrif á starfsemi spítalans þetta sumar heldur en fyrri sumur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira