20 mánaða fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. júní 2018 11:24 Fólkið kynntist um borð í Herjólfi Vísir/Einar Árnason Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi ákærði farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi ákærði sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá ákærða. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð ákærða ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast ákærða en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar. Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að ákærði hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar.Sekur um gróft og alvarlegt brot Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi ákærði beðið hann um að „bakka hann upp.“ Það er niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi hennar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. Júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar á þessu áru. Maðurinn er sem fyrr segir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann greiðir konunni eina og hálfa milljón í miskabætur.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi ákærði farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi ákærði sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá ákærða. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð ákærða ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast ákærða en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar. Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að ákærði hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar.Sekur um gróft og alvarlegt brot Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi ákærði beðið hann um að „bakka hann upp.“ Það er niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hafi gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi hennar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. Júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar á þessu áru. Maðurinn er sem fyrr segir dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann greiðir konunni eina og hálfa milljón í miskabætur.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira