Það verða tímamót í Þorlákshöfn í dag kl. 11:30 því þar mun í fyrsta skipti leggjast að höfninni skemmtiferðaskip og stoppa þar í einhverja klukkutíma.
Um er að ræða skipið Ocean Diamond sem er með um 200 farþegar og 100 manna áhöfn. Flestir farþegar fara í ferð um Suðurland en einhverjir verða kyrrir í bænum og áhöfnin fer ekki af staðnum.
Íbúar í Þorlákshöfn og næsta nágrenni eru hvattir til að fjölmenn á höfnina kl. 11:30 og taka vel á móti skemmtiferðaskipinu og gestum þess.
Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Þorlákshafnar
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
