84 milljónir veittar í prestsþjónustu á Landspítalanum í fyrra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Prestar og djáknar eru hluti af geðsviði spítalans. Vísir/vilhelm Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launatengd gjöld og annan rekstrarkostnað presta og djákna við spítalann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Landspítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir einstaklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítalann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjónustu allan ársins hring. „Meginverkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildarkostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 prósent starfshlutfalli sem sinnir sálgæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúklingar fái til sín presta eða trúarleiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölunum, bæði á Akureyri og í Reykjavík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús landsins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira