Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2018 15:11 Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum. háskóli íslands/kristinn ingvarsson Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi. Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi.
Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00