Steph Curry skemmti sér og öðrum í sigurskrúðgöngu Golden State Warriors og hafði ekki miklar áhyggjur af öryggismálum sumum til mikilar mæðu.
Fullt af öryggisvörðum voru á svæðinu til að passa upp á leikmenn NBA-meistaranna en þúsundir fólks voru mætt á götur Oakland til að hylla hetjurnar sínar.
Golden State Warriors varð á dögunum NBA-meistari annað árið í röð og í þriðja skiptið á aðeins fjórum árum.
Steph Curry var í miðju viðtali að tala um það hvernig hann ætlaði að njóta þess að fagna titlinum með stuðningsfólkinu þegar hann snéri sér á punktinum og þaut af stað.
Það má sjá myndband af þessu hér fyrir neðan en „hraðaupphlaup“ Steph Curry hefst eftir sex og hálfa mínútu.
Steph Curry's BEST moments from the #WarriorsParade! pic.twitter.com/AydKes022b
— NBA (@NBA) June 13, 2018
New hardware for @StephenCurry30 & @QCook323. #WarriorsParadepic.twitter.com/Yxr0zj3Gtd
— NBA (@NBA) June 12, 2018