Ingi Þór orðinn þjálfari KR-inga á ný: Fjögurra ára samningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 12:00 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/eyþór Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira