Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2018 19:15 nda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Ljósmæður kolfelldu kjarasamninginn sem var undirrituður í byrjun mánaðar og verður næsti fundur í deilunni þann 20. júní. Engar uppsagnir hafa verið dregnar til baka og hætta nítján ljósmæður störfum á Landspítalanum um mánaðarmótin. „Sautján af þeim eru á einni og sömu deildinni sem er meðgöngu- og sængurlegudeild. Þannig þetta bitnar verst þar," segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. „Þetta er töluvert stórt hlutfall af þeirri deild. Líklega um þriðjungur af deildinni." Að sögn Lindu er enn verið að vinna aðgerðaráætlun vegna uppsagnanna en ljóst er að þjónusta á meðgöngu- og sængurlegudeild skerðist strax um mánaðarmótin. Það er alveg ljóst að við þurfum að fækka innlögnum á deildina og treysta böndin við okkar samstarfsstofnanir, heilbrigðisstofnanir. Og þá er ég að hugsa um Akranes, Keflavík og Selfoss í því samhengi. Þannig að við eigum eftir að vinna það í smáatriðum. En okkar plön ganga út á það. Að fækka innlögnum á deildina og flýta útskriftum eins og kostur er. Við reynum samt náttúrulega að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra eftir því sem við best getum," segir Linda. Hún segir stöðuna alvarlega. „Við höfum miklar áhyggjur hér á deildinni af stöðunni. Þetta verður erfitt og flókið mál að leysa þetta."Svandís SvavarsdóttirAðkoma heilbrigðisráðherra að viðræðunum hefur verið sögð hafa liðkað fyrir undirritun samningsins sem var felldur en í honum fólst meðal annars sextíu milljóna króna sjóður sem átt að nýta til launaleiðréttingar. Heilbirðigsráðherra telur deiluna aftur komna á byrjunarreit. „Ég lít svo á að mitt innspil inn í þessar kjaraviðræður hafi sýnt sig að dugði ekki. Þannig að ég lít svo á að mín aðkoma hafi ekki verið fullnægjandi og ég held að það sé rétt að samninganefnd ríkisins og samninganefnd ljósmæðra skoði stöðuna miðað við þá staðreynd," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37