Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 14:37 Donald Trump og Justin Trudeau. Vísir/AP Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, hefur sakað Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að svíkja Donald Trump og stinga hann í bakið eftir fund G7 ríkjanna í gær. Þetta sagði Kudlow í viðtali á CNN í dag þar sem hann sagði einnig að Trump hefði ekki viljað sýna veikleika í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Það sé ástæðan fyrir því að Trump hafi kallað Trudeau „óheiðarlegan“ og „auman“ í tístum í nótt, eftir að Trudeau lýsti því yfir að Kanada myndi bregðast við tollum Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. Kanada myndi ekki láta ráðskast með sig.Kudlow sagði að ummæli Trudeau hefði í rauninni verið óleikur gagnvart öllum G7 ríkjunum. Að þau hefðu verið „barnalegur leikur“ og þeim hefði verið ætlað að skora pólitísk stig heima fyrir. Þó sagðist Trudeau hafa sagt þetta við Trump á fundinum og sömuleiðis á undanförnum dögum. Allt virðist þetta þó vera hægt að rekja til fundar Trump og Kim en báðir eru nú staddir í Singapúr þar sem þeir munu hittast á þriðjudaginn. Kudlow sagði að Trump ætlaði alls ekki að „láta kanadískan forsætisráðherra ráðskast með sig“ í aðdraganda fundarins. „Hann mun ekki leyfa veikleika að sjást á leiðinni á samningafund við Norður-Kóreu,“ sagði Kudlow.Canadian PM Justin Trudeau "went rogue" at the G7 summit and is "pouring collateral damage on this whole Korean trip," says White House economic adviser Larry Kudlow #CNNSOTUhttps://t.co/YwLz8zsQaRhttps://t.co/2uQV1WIB9I — CNN (@CNN) June 10, 2018 Annar ráðgjafi Trump, Peter Navarro, var á Fox í morgun þar sem hann vandaði Trudeau ekki kveðjurnar. Navarro sagði það rétt af Trump að draga undirskrift sína við sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö til baka. Það hefði verið „sósíalista-plagg“. Þá sagði hann „sérstakan stað í helvíti“ fyrir erlenda þjóðarleiðtoga sem reyndu að semja við Trump í „slæmri trú“ og ræki svo rýting í bakið á honum á leiðinni út. Það hefði Trudeau gert um helgina.White House trade adviser Peter Navarro, speaking for Trump, accuses Canada of “an attack on our political system” and declares “a special place in hell” for the PM. https://t.co/L4rRgdgtyW pic.twitter.com/34R7va8tcj— Will Saletan (@saletan) June 10, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump stal senunni Allra augu eru á Trump Bandaríkjaforseta á fundi leiðtoga G7-ríkja í Kanada. Kvartaði yfir ósanngjörnum viðskiptaháttum og vildi Rússa aftur að borðinu. 9. júní 2018 09:00
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49