Uppsagnir ljósmæðra sem taka gildi á sunnudag hafa víðtæk áhrif á fæðingaþjónustu Landspítalans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 15:58 Á meðal þess sem nýbakaðar mæður mega búast við er að þær og nýburar þeirra verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem útlistuð er aðgerðaáætlun spítalans vegna uppsagna tólf ljósmæðra á spítalanum sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Ljóst er af aðgerðaáætluninni að uppsagnirnar munu hafa víðtæk áhrif á fæðingaþjónustu spítalans. Á meðal þess sem nýbakaðar mæður mega búast við er að þær og nýburar þeirra verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Þá getur mögulega orðið röskun á framköllunum fæðinga. Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum og hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes eða Akureyri. Þá verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. Aðgerðaáætlun spítalans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: • Fæðingarvakt Landspítala tekur á móti konum í fæðingu eins og verið hefur, en búast má við að konur og nýburar verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Mögulega verður röskun á framköllunum fæðinga. • Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum. Þar verður því þrengra um fjölskyldur en undir venjulegum kringumstæðum. Hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes og Akureyri. Einnig verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. • Barnshafandi konum er bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð nema ef um bráð veikindi eða byrjandi fæðingu er að ræða. Læknavaktin mun taka við símtölum og veita ráðgjöf í síma 1770 eftir lokun heilsugæslustöðva. • Konum sem nýlega hafa fætt barn er sömuleiðis bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð, til heimaþjónustuljósmóður eða á Læknavakt, nema ef um bráð veikindi er að ræða. Landspítali hefur undirbúið aukna samvinnu milli deilda spítalans og biðlað til annarra heilbrigðisstofnana um aðstoð. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Læknavaktin og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa samþykkt að veita aukna þjónustu, í samráði við starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítalans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem útlistuð er aðgerðaáætlun spítalans vegna uppsagna tólf ljósmæðra á spítalanum sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Ljóst er af aðgerðaáætluninni að uppsagnirnar munu hafa víðtæk áhrif á fæðingaþjónustu spítalans. Á meðal þess sem nýbakaðar mæður mega búast við er að þær og nýburar þeirra verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Þá getur mögulega orðið röskun á framköllunum fæðinga. Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum og hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes eða Akureyri. Þá verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. Aðgerðaáætlun spítalans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: • Fæðingarvakt Landspítala tekur á móti konum í fæðingu eins og verið hefur, en búast má við að konur og nýburar verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt, sé þess kostur. Mögulega verður röskun á framköllunum fæðinga. • Meðgöngu- og sængurlegudeild mun loka fimm rúmum. Þar verður því þrengra um fjölskyldur en undir venjulegum kringumstæðum. Hugsanlega verður valkeisaraskurðum beint á Akranes og Akureyri. Einnig verður miðað við að útskrifa konur og nýbura eins fljótt og mögulegt er. • Barnshafandi konum er bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð nema ef um bráð veikindi eða byrjandi fæðingu er að ræða. Læknavaktin mun taka við símtölum og veita ráðgjöf í síma 1770 eftir lokun heilsugæslustöðva. • Konum sem nýlega hafa fætt barn er sömuleiðis bent á að leita fyrst á sína heilsugæslustöð, til heimaþjónustuljósmóður eða á Læknavakt, nema ef um bráð veikindi er að ræða. Landspítali hefur undirbúið aukna samvinnu milli deilda spítalans og biðlað til annarra heilbrigðisstofnana um aðstoð. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Læknavaktin og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa samþykkt að veita aukna þjónustu, í samráði við starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítalans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00