Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 23:06 Manafort hafði lengi verið málsvari erlendra ríkja áður en hann tók við sem kosningastjóri Trump árið 2016. Hann virðist þó ekki hafa greint frá þeim störfum eins og lög kváðu á um. Vísir/EPA Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21