Skattaeilífðarvélin Ólafur Stephensen skrifar 27. júní 2018 07:00 Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun mánaðarins var frá því greint að fasteignamat atvinnuhúsnæðis vegna ársins 2019 hefði hækkað um 15% frá yfirstandandi ári. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þorri fyrirtækja er staðsettur, hækkar matið um 17,2% milli ára. Á árunum 2014-2019 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 65,2%. Að sama skapi þyngist skattbyrði fyrirtækja vegna fasteignaskatta, sem eru reiknaðir sem hlutfall af fasteignamati. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Félags atvinnurekenda hafa eingöngu þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfjörður, Kópavogur og Akranes, lækkað álagningarprósentuna til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats. Í síðustu viku benti greiningardeild Arion-banka á að stóru fasteignafélögin myndu neyðast til að hækka leiguna til að mæta hækkun fasteignagjaldanna, ella myndi framlegð þeirra skerðast verulega. Leigusamningar flestra þessara félaga innihalda ákvæði um að leiga hækki ef opinberar álögur þyngjast. „Eftir launahækkanir síðastliðinna ára, ásamt því að horfur eru á harðri kjarabaráttu á vinnumarkaði á komandi mánuðum, má velta fyrir sér hversu mikið svigrúm sé til staðar hjá atvinnurekendum til að takast á við hærri leigukostnað. Að okkar mati er það svigrúm lítið og því hætta á að hækkun leiguverðs verði velt áfram og út í almennt verðlag,“ segir í Markaðspunktum greiningardeildarinnar frá 21. júní. Við þetta bætist að vegna þess að Þjóðskrá Íslands notar frá 2014 eingöngu svokallaða tekjuaðferð til að reikna út fasteignamat atvinnuhúsnæðis, þýðir hækkun á leigutekjum að fasteignamatið hækkar. Þá hækkar skattbyrðin, sem aftur leiðir af sér hækkun leigunnar og þannig koll af kolli. Þannig er orðin til nokkurs konar eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull í formi síhækkandi tekna af fasteignagjöldum. Hér verður að spyrna við fótum. Atvinnurekendur hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna í flestum stóru sveitarfélögunum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA hefur nú höfðað mál á hendur Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings og álagningar fasteignagjalda. Eins og stundum áður er atvinnulífið tilneytt að leita til dómstóla til að rétta hlut sinn.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun