Harden valinn bestur í NBA og þessir fengu hin verðlaunin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 09:30 James Harden með verðlaunin sín. James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018 NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira