Hviður víða farið yfir 35 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:44 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 12 á hádegi í dag. veðurstofa íslands Veðrið sem gengið hefur yfir Norðaustur- og Austurland í nótt og í morgun er heldur haustlegt segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Stormviðvörun hefur verið í gildi frá því í nótt en henni verður aflétt um klukkan tvö víðast hvar þar sem kröpp lægð norður af Melrakkasléttu og Langanesi fjarlægist nú landið. Veðrið hefur því náð hámarki sínu að sögn Birtu og dregur nú úr vindi jafnt og þétt. Hviður hafa víða farið yfir 35 metra á sekúndu. Á Hófaskarði mældist hviða upp á 43 metra á sekúndu, á Eyjabökkum og Gagnheiði hafa hviður farið í allt að 40 metra á sekúndu, á Hallormsstaðahálsi upp í 38 metra á sekúndu og á Möðrudalsöræfum upp í 37 metra á sekúndu. Birta segir að svona veður sé ekki algengt á þessum árstíma. „Það er það ekki. Það má eiginlega segja að upp úr sumardeginum fyrsta þá fari nú að slaka á veðrakerfunum hjá okkur, þar á meðal vindinum. Það er frekar að maður myndi búast við mikilli úrkomu heldur en svona miklum vindi yfir sumarið. En þetta getur að sjálfsögðu alltaf gerst, við erum alltaf að fá lægðir á okkur annars slagið allt árið.“ Hún segir ekki lægðir eins og þessa í kortunum á næstunni. „Næstu daga eru suðlægar áttir, einhver rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en norðaustan til á að vera nokkuð þurrt og jafnvel bjart í vikunni og mun hægari vindur. Þannig að við erum ekki að sjá neitt í líkingu við þetta á næstunni,“ segir Birta. En er ekkert að koma sumar hérna í Reykjavík? „Það er mjög góð spurning,“ segir Birta hlæjandi og bætir við: „Það er allavega ekki útlit fyrir 20 stiga hita og sól á næstunni.“ Veður Tengdar fréttir Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Veðrið sem gengið hefur yfir Norðaustur- og Austurland í nótt og í morgun er heldur haustlegt segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Stormviðvörun hefur verið í gildi frá því í nótt en henni verður aflétt um klukkan tvö víðast hvar þar sem kröpp lægð norður af Melrakkasléttu og Langanesi fjarlægist nú landið. Veðrið hefur því náð hámarki sínu að sögn Birtu og dregur nú úr vindi jafnt og þétt. Hviður hafa víða farið yfir 35 metra á sekúndu. Á Hófaskarði mældist hviða upp á 43 metra á sekúndu, á Eyjabökkum og Gagnheiði hafa hviður farið í allt að 40 metra á sekúndu, á Hallormsstaðahálsi upp í 38 metra á sekúndu og á Möðrudalsöræfum upp í 37 metra á sekúndu. Birta segir að svona veður sé ekki algengt á þessum árstíma. „Það er það ekki. Það má eiginlega segja að upp úr sumardeginum fyrsta þá fari nú að slaka á veðrakerfunum hjá okkur, þar á meðal vindinum. Það er frekar að maður myndi búast við mikilli úrkomu heldur en svona miklum vindi yfir sumarið. En þetta getur að sjálfsögðu alltaf gerst, við erum alltaf að fá lægðir á okkur annars slagið allt árið.“ Hún segir ekki lægðir eins og þessa í kortunum á næstunni. „Næstu daga eru suðlægar áttir, einhver rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en norðaustan til á að vera nokkuð þurrt og jafnvel bjart í vikunni og mun hægari vindur. Þannig að við erum ekki að sjá neitt í líkingu við þetta á næstunni,“ segir Birta. En er ekkert að koma sumar hérna í Reykjavík? „Það er mjög góð spurning,“ segir Birta hlæjandi og bætir við: „Það er allavega ekki útlit fyrir 20 stiga hita og sól á næstunni.“
Veður Tengdar fréttir Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00