Sönn verðmæti Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:00 Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun