Sönn verðmæti Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:00 Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það er undurfagurt á Ströndum. Um það efast enginn sem þangað kemur og fyrsta hugsun ætti því ekki að vera: Hér er kominn tími til að virkja! Þegar fréttir berast af virkjanaáformum, eins og Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, þá er beinlínis skylt að staldra við og íhuga vandlega hvort verið sé að taka rétta ákvörðun. Það er skiljanlegt að íbúar Vestfjarða telji margir hverjir að möguleikar á uppbyggingu felist í virkjunum. Virkjun á þessu svæði myndi hugsanlega leysa skammtímavanda, en getur þó engan veginn verið töfralausn. Lykilspurningin er hvort það flokkist sem hagstæður samningur að fórna ægifagurri náttúru fyrir stundargróða. Flestir ættu að svara því neitandi. Stundum er talað eins og í góðu lagi sé að fórna náttúruperlum sem fáir hafa séð. Þar sem þær eru svo mörgum huldar er látið eins og þær séu ekki til á landakortinu. Viðkvæðið er: Það kemur aldrei neinn á þetta svæði. Þegar athygli er síðan vakin á svæðinu og fólk sækir staðinn heim grípur um sig pirringur meðal virkjanasinna og sumir þeirra bregðast við með því að tuða um lattelepjandi elítuna í 101, sem viti ekkert um hvað hún er að tala. Það eru alls kyns aðferðir til að gera lítið úr málstað fólks, þar á meðal að uppnefna það. Umhverfissinnar finnast um allt land og þeim þykir innilega vænt um náttúru þessa lands, það á líka við um þá lattelepjandi. Við lifum í veröld þar sem maðurinn er upptekinn af því að eyða umhverfi sínu, mengar borgir og fyllir höfin af plasti um leið og hann ypptir öxlum þegar honum er bent á skaðann. Þeir sem vilja snúa þessari þróun við og láta sér annt um náttúruperlur eru að berjast góðri baráttu. Þeir fá þó iðulega bágt fyrir; að vera kallaðir hyski er ekki endilega það versta sem þeir verða að þola. Sumar baráttuaðferðir umhverfissinna hafa reyndar ekki verið skynsamlegar, eins og þegar hópur fólks flutti lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum rétt fyrir kosningar, án þess að hafa þar fasta búsetu. Þeir einstaklingar ætluðu að hafa áhrif á úrslit kosninga í hreppnum þar sem virkjanaframkvæmdir eru helsta deilumálið. Þessi gjörð hlaut að ögra íbúum Árneshrepps og því lítt til árangurs fallin. Þvert á móti bauð hún upp á spennu og átök við hið litla sveitarfélag. Aðgerð Tómasar Guðbjartssonar læknis og félaga hans sem hafa birt myndir af svæðinu sem þarna er undir er mun skynsamlegri. Myndir geta sannarlega sagt meira en mörg orð. Sá sem sér mynd af Drynjanda, 70 metra háum fossi sem mun nánast þurrkast upp verði af virkjun, hlýtur að fyllast miklum efasemdum um þessar virkjanaframkvæmdir, nema honum standi hjartanlega á sama um náttúru þessa lands. Það gleymist alltof oft hvílík verðmæti felast í náttúruperlum landsins. Þar er ekki um að ræða gróða sem er mælanlegur í Kauphöllinni, enda verðmætið mun mikilvægara en svo. Náttúruperlur verða einfaldlega ekki metnar til fjár.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun