Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 25. júní 2018 07:00 Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun