Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 12:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar á slysstað í Barkárdal árið 2015 Vísir/Völundur Jónsson Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent