Aðildarríki samnings um efnavopn koma saman Michael Nevin skrifar 22. júní 2018 07:00 Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar