Aðildarríki samnings um efnavopn koma saman Michael Nevin skrifar 22. júní 2018 07:00 Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun