Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:24 Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Einar Örn Birgisson fréttablaðið/heiða Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna. Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna.
Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00