Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, vonast til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Vísir//Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30