Jón Steinar sýknaður í meiðyrðamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:06 Jón Steinar í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason, hæstaréttardómari, höfðaði gegn honum. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli í bók þess síðarnefnda sem kom út í fyrra. Hann byggði málið á því að fullyrðingar Jóns Steinars í bókinni um að dómarar við Hæstarétt, þar á meðal hann sjálfur, hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, vini Jóns Steinars til fjölda ára, hafi verið ærumeiðandi. Stefnan var tekin fyrir í byrjun mánaðarins. Lögmaður Benedikts, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði fullyrðingar Jóns Steinars hafa beinst persónulega að Benedikt og að í þeim hafi falist staðhæfing um saknæmt athæfi. Hann krafðist ómerkingar á fimm ummælum um dómsmorð og tveggja milljóna króna í bætur. Lögmaður Jóns Steinars, Gestur Jónsson, lagði áherslu á að ekki mætti þagga niður í honum sem hæfasta gagnrýnanda íslensks dómskerfis. Sem slíkur nyti hann rýmra tjáningarfrelsis en flestir aðrir til að tjá sig um störf Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að Hæstiréttur staðfesti sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Baldri, sem hafði verið ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins þegar efnahagshrunið dundi á, vegna innherjasvika árið 2011. Jón Steinar var þá hæstaréttardómari sjálfur en lét af störfum ári síðar. Jón Steinar fjallaði um mál Baldurs í bók sinni „Með lognið í fangið“ sem kom út í fyrra og fullyrti að hæstaréttardómararnir hefðu fellt dóm sem þeir vissu eða hlytu að hafa vitað að stæðist ekki hlutlausa dómaframkvæmd. Sagði hann dóminn yfir Baldri falla vel að skilgreiningunni á dómsmorði.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00 Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52 Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómari tókust á fyrir dómi Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 6. júní 2018 15:00
Dómari víkur í meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Sandra Baldvinsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjaness, mun víkja sæti sem dómari í meiðyrðamáli sem Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni. 13. febrúar 2018 15:52
Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Vill fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars dauð og ómerk. 10. nóvember 2017 11:30