Fullir vasar Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Tónlist Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Aron Can sendi á dögunum frá sér frábæra hljómplötu, Trúpíter. Reikna má með að hún verði ein vinsælasta plata ársins en frá því hún kom út fyrir þremur vikum hefur lögum hennar verið streymt 1,5 milljónum sinnum á Spotify. Þrátt fyrir vinsældir Arons er einungis hægt að nálgast plötuna stafrænt. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, tónlistarútgáfa hér á landi er að miklu leyti bundin við stafræna dreifingu en það merkilega er hversu hratt netið hefur tekið yfir tónlistargeirann. Árið 2014 skilaði sala geisladiska tónlistarframleiðendum enn meiri tekjum en streymi og niðurhal. Nú snýst allt um Spotify, Apple og félaga og tekjurnar þar orðnar 80% meiri. Tekjur af streymi tónlistar jukust um 40% á heimsvísu í fyrra og hafa ríflega þrefaldast frá 2014. Þar er allur vöxturinn og áherslan í dreifingu tónlistar í dag. Snemma varð ljóst að arðsemi af streymi tónlistar yrði óásættanleg ef treysta ætti á auglýsingar og því hefur allt kapp verið lagt á að safna áskrifendum undanfarin misseri. Spotify er stærsti aðilinn á markaðinum, með um 75 milljónir áskrifenda, en 40 milljónir greiða Apple fyrir streymisþjónustu þeirra, sem sett var á fót árið 2015. Þrátt fyrir að gríðarlegur vöxtur sé í streymi tónlistar þýðir það ekki endilega að listamennirnir fái meira í sinn vasa. Einhverjir aurar skila sér fyrir hverja spilun en sú upphæð er misjöfn milli dreifingaraðila. Þannig eru um 8% tónlistarstreymis á YouTube, sem greiðir innan við fimmtung af því sem tónlistarfólk fær frá Spotify. Tidal (í eigu Jay Z) greiðir hins vegar ríflega þrefalt betur en Spotify, en það munar eflaust lítið um það þar sem markaðshlutdeild Tidal er einungis um hálft prósent. Samhliða vexti í streymi tónlistar og síauknu mikilvægi þess fyrir afkomu tónlistarfólks verður áhugavert að fylgjast með þróun greiðslna fyrir hvert streymi. Hvar mun jafnvægið liggja í áskriftartekjum og greiðslum til listamannanna?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar