Um fimm hundruð stuðningsmenn mættu á alþjóðaflugvöllinn í Incheon til þess að taka á móti liðinu. Flestir tóku liðinu vel en þó var nokkrum eggjum kastað í átt að liðinu.
Kóreumennirnir eru ekki óvanir slíku athæfi en fyrir fjórum árum síðan var sælgæti kastað í átt að leikmönnunum þegar þeir snéru heim eftir mikið vonbrigðamót í Brasilíu, athæfi sem er móðgandi í kóreskri menningu.
Slíkar móttökur hefðu líklega beðið liðinu aftur í ár ef ekki hefði verið fyrir sigurinn á Þjóðverjum í lokaleiknum en hann lyfti viðhorfi almennings gagnvart frammistöðu liðsins.
계란 투척 pic.twitter.com/qcZgsHtmhq
— 붉은화강암™ (@1689hae) June 29, 2018