„Í dag byrjar breska meistaramótið og þar sem ég verð ekki á meðal keppenda finnst mér þetta góður tími til þess að tilkynna formlega að ég er hætt keppni í frjálsum íþróttum,“ skrifaði Ohuruogu á Twitter í dag.
Ohuruogu vann gull í 400m spretthlaupi í Beijing árið 2008. Hún vann heimsmeistaramótið í sömu grein árin 2007 og 2013 og fékk silfur á Ólympíuleikunum í London 2012.
Ohuruogu er 34 ára gömul og er ein af sigursælustu íþróttamönnum sögunnar í 400m hlaupi en aðeins ein kona hefur náð að vinna fleiri en þrjú gullverðlaun í greininni, hin franska Marie-Jose Perec. Hennar besti árangur í 400m hlaupi er 49,41 sekúnda sem hún náði í ágúst 2013. Heimsmetið í greininni er 47,60 sekúndur. Það var sett árið 1985 af hinni þýski Marita Koch.
Today is the start of the British Championships and as I won’t be there competing I feel it is a good time to formally announce my retirement from competitive athletics. Full statement on https://t.co/qZ5gpdvkGspic.twitter.com/T07cR7MG9v
— Christine Ohuruogu (@chrissyohuruogu) June 30, 2018