Kjaramál heilbrigðisstétta Gunnar Helgason skrifar 9. júlí 2018 06:00 Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun