Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. júlí 2018 07:00 Rúmlega 1500 töflur af morfínlyfiðinu MST sem fundust í farangri og tollverðir lögðu hald á. Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á nærri 18.900 töflur af ávana- og fíknilyfjum. Þar af eru um það bil 3.100 OxyContin-töflur, 1.950 MST Continus-töflur (morfín) og 5.200 töflur af Alprazolam (Xanax). Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild Tollgæslunnar er hluti fíknilyfjanna sem um ræðir fluttur af íslenskum ferðamönnum hingað til lands frá Alicante á Spáni og margir framvísa lyfjaávísun frá þarlendum læknum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slóðin hafi verið rakin til fáeinna lækna á Spáni og að einn læknanna sem um ræðir starfi á læknastofu á Benidorm. Hann sé stórtækur og hafi ávísað lífshættulegum og stórum skömmtum til Íslendinga sem eiga sér ekki heilsufarssögu sem rökstyður að nauðsynlegt sé að nota slík lyf. Fréttablaðið greindi í vikunni frá Íslendingum sem leystu út erlendar lyfjaávísanir á Íslandi.Alprozolam (Xanax) og OxyContin haldlagt af tollvörðum. Lyfin seljast í stórauknum mæli á svörtum markaði hér á landi. Á árinu hafa að minnsta kosti nítján látist vegna ofneyslu lyfja samkvæmt Embætti Landlæknis.Einstaklingi í fíknivanda tókst þannig að leysa út stóran skammt af sterku ávanabindandi lyfi. Reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota stendur hins vegar óbreytt. Þeim Íslendingum, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings ávanabindandi fíknilyfja til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00
Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00